„Skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 07:01 Ugla hefur verið virkur talsmaður transfólks á Íslandi um í raun um heim allan. mynd/Sharon Kilgannon Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“ Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“
Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira