Stjörnuútherji gifti sig í frívikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 12:01 Brúðhjónin DJ Chark yngri og Chantelle voru ánægð með daginn. Twitter/@@DJChark82 NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið. NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
NFL-deildin er í fullum gangi og við erum í miðjum heimsfaraldri en einn af stjörnuútherjum NFL-deildarinnar nýtti samt sem áður nokkra frídaga hjá sér í vinnunni til að gifta sig. DJ Chark, stjörnuútherji Jacksonville Jaguars, giftist æskuástinni sinni en þau hafa verið saman síðan hann var sautján ára gamall. DJ Chark bað Chantelle í maí síðastliðnum og þau gengu síðan í hjónaband í látlausri athöfn í gær. Chark birti myndir af giftingunni á Twitter reikningi sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Jaguars WR DJ Chark marries his college sweetheart. Nice way to spend a bye week. https://t.co/HNJDxoHcIm— Ian Rapoport (@RapSheet) October 28, 2020 Leikjadagskrá NFL-deildarinnar er sett þannig upp að liðin spila einu sinni í hverri viku frá byrjun september fram til loka desember fyrir utan eina fríviku. Frívikan kemur á mismunandi tímum fyrir liðin og lið Jacksonville Jaguars er einmitt í fríi í þessari viku sem er áttunda vika tímabilsins. Jacksonville Jaguars spilaði í Los Abgeles á sunnudaginn var og næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á heimavelli á móti Houston Texans 8. nóvember næstkomandi. DJ Chark er 24 ára gamall og hefur spilað með Jaguars liðinu síðan 2018. Félagið valdi hann númer 61 í nýliðavalinu 2018 og hann hefur staðið sig mjög vel hjá liðinu. Chark yngri eins og hann kallar sig skoraði átta snertimörk í fyrra og er kominn með þrjú á þessu tímabili. Chark náði reyndar aðeins að grípa eina af sjö sendingum í síðasta leik og spurning hvort hann hafi verið eitthvað kominn með hugann við brúðkaupið.
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira