Trump gerði grín að grímunotkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 07:19 Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage kom fram á kosningafundi með Trump í Arizona í gær. Getty/Chip Somodevilla Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira