Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Telma tómasson skrifa 29. október 2020 06:50 Þyrla Gæslunnar heldur til leitar í birtingu. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent