Smituðum fjölgar á Skáni og Frakkar bíða eftir Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. október 2020 14:48 Frá Malmö, fjölmennustu borginni á Skáni. EPA/Johan Nilsson Skánn slapp nokkuð vel út úr fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins í vor. Mikil aukning hefur þó verið í fjölda smitaðra undanfarnar vikur og þurft hefur að ferfalda fjölda þeirra sem vinna við smitrakningu. „Síðustu vikuna leituðu mun fleiri á bráðamóttöku og stærri hluti þeirra en áður var lagður inn á sjúkrahús,“ sagi Peter Ek, yfirmaður bráðamóttökunnar á háskólasjúkrahúsinu á Skáni. Aldrei hafa jafnmargir greinst með veiruna í Svíþjóð á einum degi og í gær, eða 2.128. Frá upphafi faraldursins hafa alls 117.913 greinst þar í landi og 5.927 látist. Þá fjölgar smituðum sömuleiðis ört í Frakklandi. Læknar hafa þrýst á stjórnvöld að setja á útgöngubann að undanförnu og íbúar í París bíða nú óþreyjufullir eftir ávarpi Emmanuels Macrons forseta en búist er við að hann kynni hertar takmarkanir í kvöld. „Það er auðvitað afar erfitt að taka þessar ákvarðanir og þær krefjast undirbúnings. Við sjáum hvað setur, staðan er ekki góð núna. Ég tek þessu með ró, ekki reiði, og vissulega þarf að grípa til aðgerða enda er faraldurinn í stórsókn,“ sagði Parísarbúinn Monique Voisin við AP. Staðan er þó öllu betri í Ástralíu en fjögurra mánaða löngu útgöngubanni var loksins aflétt í Melbourne í dag. Borgarbúar geta því loks sótt veitingastaði- kaffihús, krár, íþróttaleiki og aðra þjónustu. Svíþjóð Frakkland Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Skánn slapp nokkuð vel út úr fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins í vor. Mikil aukning hefur þó verið í fjölda smitaðra undanfarnar vikur og þurft hefur að ferfalda fjölda þeirra sem vinna við smitrakningu. „Síðustu vikuna leituðu mun fleiri á bráðamóttöku og stærri hluti þeirra en áður var lagður inn á sjúkrahús,“ sagi Peter Ek, yfirmaður bráðamóttökunnar á háskólasjúkrahúsinu á Skáni. Aldrei hafa jafnmargir greinst með veiruna í Svíþjóð á einum degi og í gær, eða 2.128. Frá upphafi faraldursins hafa alls 117.913 greinst þar í landi og 5.927 látist. Þá fjölgar smituðum sömuleiðis ört í Frakklandi. Læknar hafa þrýst á stjórnvöld að setja á útgöngubann að undanförnu og íbúar í París bíða nú óþreyjufullir eftir ávarpi Emmanuels Macrons forseta en búist er við að hann kynni hertar takmarkanir í kvöld. „Það er auðvitað afar erfitt að taka þessar ákvarðanir og þær krefjast undirbúnings. Við sjáum hvað setur, staðan er ekki góð núna. Ég tek þessu með ró, ekki reiði, og vissulega þarf að grípa til aðgerða enda er faraldurinn í stórsókn,“ sagði Parísarbúinn Monique Voisin við AP. Staðan er þó öllu betri í Ástralíu en fjögurra mánaða löngu útgöngubanni var loksins aflétt í Melbourne í dag. Borgarbúar geta því loks sótt veitingastaði- kaffihús, krár, íþróttaleiki og aðra þjónustu.
Svíþjóð Frakkland Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira