Leyfa erlendum sérfræðingum að dvelja á Íslandi í hálft ár Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2020 18:43 Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma.
Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira