Leyfa erlendum sérfræðingum að dvelja á Íslandi í hálft ár Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2020 18:43 Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma.
Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira