CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 22:05 Úr viðtalinu CBSNews/60 MINUTES frá AP Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26