Þjálfari Ísaks segir hann besta leikmann sænsku deildarinnar í langan tíma Runólfur Trausti Þórhallsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 26. október 2020 23:00 Ísak Bergmann hefur gert það gott í Svíþjóð undanfarna mánuði. SVT Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni. Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni.
Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59
Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16
Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15