Þjálfari Ísaks segir hann besta leikmann sænsku deildarinnar í langan tíma Runólfur Trausti Þórhallsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 26. október 2020 23:00 Ísak Bergmann hefur gert það gott í Svíþjóð undanfarna mánuði. SVT Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni. Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira
Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni.
Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira
Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59
Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16
Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15