Tekur enn á að rifja upp atburðina 25 árum síðar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 19:38 Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“ Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“
Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira