Innlent

Gekk ber­serks­gang á heilsu­gæslu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á lækni á heilsugæslunni á Reyðarfirði.
Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á lækni á heilsugæslunni á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem gekk berserksgang á heilsugæslunni á Reyðarfirði í ágúst á síðasta ári hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara, fyrir árás á opinberan starfsmann og eignaspjöll. Þetta kemur fram á vef Austurfréttar.

Þar segir einnig að í ákæru á hendur manninum komi fram að maðurinn hafi ítrekað sparkað í fótleggi læknis á heilsugæslunni, og stól sem lenti á fótum læknisins, sem slasaðist við það. Þá er manninum gefið að sök að hafa hótað lækninum lífláti, auk þess að hafa brotið stól og mynd sem hékk uppi á vegg stöðvarinnar. Eins er hann sagður hafa skemmt gluggatjöld.

Austurfrétt greinir frá því að maðurinn sé einnig ákærður fyrir líflátshótun í garð annars læknis, en hún er sögð hafa átt sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í desember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×