Dásamlegt samfélag sem hefur aldrei náð sér eftir áfallið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. október 2020 12:43 Eiríkur Finnur Greipsson minnist hörmungarnæturinnar 26. október árið 1995 þegar tuttugu létust í snjóflóði. Hann og eiginkona hans grófust undir flóðinu en nágranni þeirra kom þeim til bjargar. Vísir/Friðrik Þór Í dag er aldarfjórðungur frá því mannskætt snjóflóð féll á Flateyri. Hugur manns sem bjargaðist úr flóðinu er hjá þeim tuttugu sem létust og aðstandendum þeirra. Það er hans mat að samfélagið hafi aldrei náð sér eftir hörmungarnar, innviðir þess hafi hrunið. Tuttugu létust í flóðinu ógurlega; tíu karlmenn, sex konur og fjögur börn. Eiríkur Finnur Greipsson og eiginkona hans, Guðlaug Auðunsdóttir, voru á meðal þeirra 45 sem urðu fyrir flóðinu en nágranni þeirra bjargaði þeim úr rústunum. „Ég vaknaði upp nokkrum sekúndum áður en snjóflóðið féll á húsið við miklar drunur og læti. Húsið nötraði og skalf og síðan fannst mér þakið bara rifna af húsinu. Ég man að lítið sjónvarp sem ég var með upp á vegg rétt skaust fram hjá andlitinu á mér. Ég greip utan um konuna mína og svo kom snjórinn og við ultum einhverja metra.“ „Hvar eru synir okkar?“ Tveir sona þeirra Eiríks og Guðlaugar gistu saman í herbergi elsta sonar þeirra sem var ekki heima þessa nótt. Þetta herbergi var það eina sem ekki troðfylltist af snjó. „Við, hins vegar, festumst í snjónum og ég fór nánast alveg á kaf og konan mín grófst undir mig. Um leið og ég náði að moka frá andlitinu á henni spurði hún mig, eðlilega, „hver eru synir okkar? Hvar eru strákarnir?“ með mikilli angist. Þá stakk hún upp á því að við færum með Faðir vorið. Það var undursamleg rósemi hugans sem færðist yfir okkur þá. Okkur tókst að ræða saman um það að nú yrðum við að bíða einhverja stund eftir fólki til að bjarga okkur úr rústunum. Það leið nú ekki langur tími, við höfðum svo sem engan möguleika til að mæla það en hann var nú samt nógu langur til þess að við vorum orðin helköld þegar Einar Guðbjartsson, nágranni okkar, kom og mokaði okkur út.“ Á ljósmyndinni má sjá rústirnar af timburhúsi Eiríks og Guðlaugar.Eiríkur Finnur Greipsson Telur samfélagið aldrei hafa jafnað sig eftir hörmungarnar Eiríkur segir að 26. október árið 1995 hafi heilt þorp orðið fyrir tráma sem flestir séu enn að vinna úr. „Það sem gerist þegar tuttugu manns í ekki stærra þorpi – mig minnir að við höfum verið rétt rúmlega fjögur hundruð haustið sem þetta gerist á Flateyri - og þegar tuttugu farast og allt rótið sem kemur á samfélagið í kjölfarið þá hrynja allir innviðir samfélagsins. Um 120 manns flytja úr þorpinu ári seinna. Mín skoðun er sú að samfélagið heima hafi aldrei náð sér eftir það en það er hins vegar dásamlegt samfélag þar í dag og það er ótrúlega duglegt og flott fólk sem þar býr í dag. Það er eiginlega undravert hvernig svona samfélög ná að halda áfram baráttunni.“ Hugur Eiríks er hjá hinum látnu og öllum sem eiga um sárt að binda. Hann mælist til þess að Flateyringar taki upp símtólið og umvefji hvert annað með hlýjum hugsunum á þessum tímamótum. Erfitt að geta ekki faðmast á tímamótunum Björgunarsveitin Sæbjörg mun standa fyrir rafrænni dagskrá en samverustundin er, líkt og flest annað nú á tímum heimsfaraldurs, lituð af samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum. Allar helstu upplýsingar um hinn rafræna viðburð eru að finna á Flateyri.is „Það er auðvitað mjög erfitt að geta ekki komið saman. Það hefur verið hamingja fólgin í því að geta komið saman árlega og tekið utan um hvort annað. Það sem við getum gert í dag er að hringja í hvert annað og hafa samband með þeim dásamlega miðli sem myndsíminn og síminn er. Og reyna bara að sýna væntumþykju.“ Ísafjarðarbær Almannavarnir Tímamót Tengdar fréttir Vilja varðskipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flateyri Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni. 14. október 2020 14:32 Hugurinn heima hjá öllum þeim sem misstu svo mikið Í dag eru 25 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. 26. október 2020 10:00 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Í dag er aldarfjórðungur frá því mannskætt snjóflóð féll á Flateyri. Hugur manns sem bjargaðist úr flóðinu er hjá þeim tuttugu sem létust og aðstandendum þeirra. Það er hans mat að samfélagið hafi aldrei náð sér eftir hörmungarnar, innviðir þess hafi hrunið. Tuttugu létust í flóðinu ógurlega; tíu karlmenn, sex konur og fjögur börn. Eiríkur Finnur Greipsson og eiginkona hans, Guðlaug Auðunsdóttir, voru á meðal þeirra 45 sem urðu fyrir flóðinu en nágranni þeirra bjargaði þeim úr rústunum. „Ég vaknaði upp nokkrum sekúndum áður en snjóflóðið féll á húsið við miklar drunur og læti. Húsið nötraði og skalf og síðan fannst mér þakið bara rifna af húsinu. Ég man að lítið sjónvarp sem ég var með upp á vegg rétt skaust fram hjá andlitinu á mér. Ég greip utan um konuna mína og svo kom snjórinn og við ultum einhverja metra.“ „Hvar eru synir okkar?“ Tveir sona þeirra Eiríks og Guðlaugar gistu saman í herbergi elsta sonar þeirra sem var ekki heima þessa nótt. Þetta herbergi var það eina sem ekki troðfylltist af snjó. „Við, hins vegar, festumst í snjónum og ég fór nánast alveg á kaf og konan mín grófst undir mig. Um leið og ég náði að moka frá andlitinu á henni spurði hún mig, eðlilega, „hver eru synir okkar? Hvar eru strákarnir?“ með mikilli angist. Þá stakk hún upp á því að við færum með Faðir vorið. Það var undursamleg rósemi hugans sem færðist yfir okkur þá. Okkur tókst að ræða saman um það að nú yrðum við að bíða einhverja stund eftir fólki til að bjarga okkur úr rústunum. Það leið nú ekki langur tími, við höfðum svo sem engan möguleika til að mæla það en hann var nú samt nógu langur til þess að við vorum orðin helköld þegar Einar Guðbjartsson, nágranni okkar, kom og mokaði okkur út.“ Á ljósmyndinni má sjá rústirnar af timburhúsi Eiríks og Guðlaugar.Eiríkur Finnur Greipsson Telur samfélagið aldrei hafa jafnað sig eftir hörmungarnar Eiríkur segir að 26. október árið 1995 hafi heilt þorp orðið fyrir tráma sem flestir séu enn að vinna úr. „Það sem gerist þegar tuttugu manns í ekki stærra þorpi – mig minnir að við höfum verið rétt rúmlega fjögur hundruð haustið sem þetta gerist á Flateyri - og þegar tuttugu farast og allt rótið sem kemur á samfélagið í kjölfarið þá hrynja allir innviðir samfélagsins. Um 120 manns flytja úr þorpinu ári seinna. Mín skoðun er sú að samfélagið heima hafi aldrei náð sér eftir það en það er hins vegar dásamlegt samfélag þar í dag og það er ótrúlega duglegt og flott fólk sem þar býr í dag. Það er eiginlega undravert hvernig svona samfélög ná að halda áfram baráttunni.“ Hugur Eiríks er hjá hinum látnu og öllum sem eiga um sárt að binda. Hann mælist til þess að Flateyringar taki upp símtólið og umvefji hvert annað með hlýjum hugsunum á þessum tímamótum. Erfitt að geta ekki faðmast á tímamótunum Björgunarsveitin Sæbjörg mun standa fyrir rafrænni dagskrá en samverustundin er, líkt og flest annað nú á tímum heimsfaraldurs, lituð af samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum. Allar helstu upplýsingar um hinn rafræna viðburð eru að finna á Flateyri.is „Það er auðvitað mjög erfitt að geta ekki komið saman. Það hefur verið hamingja fólgin í því að geta komið saman árlega og tekið utan um hvort annað. Það sem við getum gert í dag er að hringja í hvert annað og hafa samband með þeim dásamlega miðli sem myndsíminn og síminn er. Og reyna bara að sýna væntumþykju.“
Ísafjarðarbær Almannavarnir Tímamót Tengdar fréttir Vilja varðskipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flateyri Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni. 14. október 2020 14:32 Hugurinn heima hjá öllum þeim sem misstu svo mikið Í dag eru 25 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. 26. október 2020 10:00 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Vilja varðskipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flateyri Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni. 14. október 2020 14:32
Hugurinn heima hjá öllum þeim sem misstu svo mikið Í dag eru 25 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. 26. október 2020 10:00
Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20