Þeir sem flytjast til landsins fyrir sjö ára aldur standa vel að vígi í framhaldsskóla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. október 2020 10:43 Tölurnar sýna einnig að konur eru líklegri en karlar til að ljúka námi í framhaldsskóla. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Innflytjendur sem flytjast hingað til lands fyrir sjö ára aldur eru álíka líklegir til að útskrifast úr framhaldsskóla og aðrir sem hefja framhaldsskólanám hér á landi á annað borð. Að sama skapi er brotthvarf í þessum hópi svipað og hjá öðrum framhaldsskólanemum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar sem birtir nú í fyrsta sinn tölur um brautskráningahlutfall (þ.e. hlutfall nýnema sem hafa útskrifast) og brotthvarf á framhaldsskólastigi eftir aldri innflytjenda þegar þeir flytjast til Íslands. Tölurnar sýna að brautskráningarhlutfall og brotthvarf innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var svipað og meðaltal allra nýnema á framhaldsskólastigi haustið 2012 og 2015. Staðan mun verri hjá þeim sem flytja síðar til landsins Brautskráningarhlutfall allra nýnema haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. „Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur fram að innflytjendur, sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri, standa mun verr að vígi en aðeins 32,0% þeirra höfðu brautskráðst. Af þeim sem ekki teljast til innflytjenda höfðu 62,1% nýnema brautskráðst innan fjögurra ára. Hagstofan skoðaði einnig nýnema í starfsnámi haustið 2015 en innan fjögurra ára höfðu 40,3% þeirra brautskráðst. Hlutfallið var hærra á meðal innflytjenda en 44,4% þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur höfðu brautskráðst og 43,0% þeirra sem voru sjö ára eða eldri við flutning til landsins. „Hins vegar var brautskráningarhlutfall innflytjenda lægra en allra nýnema úr bóknámi, sérstaklega innflytjenda sem voru sjö ára eða eldri við flutning til Íslands,“ segir ennfremur. Hagstofan slær þó þann varnagla við þessar tölur að eingöngu 44 nýnemar haustið 2015 tilheyrðu annarri kynslóð innflytjenda og 45 voru innflytjendur sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur. „Því má líta svo á að niðurstöður gefi vísbendingar um stöðu mála þar sem hver einstaklingur vegur þungt í tölunum og sveiflur í hlutfallstölum því miklar.“ Innflytjendur sem útskrifast hlutfallslega færri Í tölunum kemur einnig fram að hlutfallslega færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla en nemendur með íslenskan bakgrunn. Af þeim tæplega 320 innflytjendum sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015 höfðu tæplega 36% útskrifast fjórum árum seinna. Það er raunar hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld, en þó mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrun. Hæsta brautskráningarhlutfallið er síðan á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis, en eru með íslenskan bakgrunn, eða 73,9%. Það er töluvert hærri tala en hjá nemendum sem fæddir eru hér á landi með engan erlendan bakgrunn en í þeim hópi höfðu 62,4% útskrifast fjórum árum síðar. Í hópnum sem fæddur er hér á landi en á erlent foreldri var hlutfallið síðan rúm 55% Konur líklegri en karlar til að útskrifast Þá kemur fram í tölunum að konur séu líklegri til að útskrifast úr námi, óháð bakgrunni en alls höfðu 68,3% kvenna útskrifast innan fjögurra ára en 51,4% karla. Nemendur í bóknámi voru einnig líklegri til að útskrifast innan fjögurra ára heldur en nemendur í starfsnámi og nemendur í bóknámi á landsbyggðinni voru líklegri til að hætta í skóla en á höfuðborgarsvæðinu. „Hlutfall brautskráðra úr starfsnámi var hins vegar lítillega hærra í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir ennfremur. Þegar allt er tekið til kemur síðan í ljós að alls höfðu um sextíu prósent þeirra 4.359 nýnema sem hófu nám á framhaldsskólastigi árið 2015 útskrifast árið 2019. 23% höfðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og 17% voru enn í námi án þess að hafa útskrifast. „Brautskráningarhlutfallið hækkaði umtalsvert frá 2018 þegar það var 55,6%, enda brautskráðust stórir hópar nemenda með stúdentspróf bæði af þriggja ára og fjögurra ára brautum á þessu tímabili.“ Brautskráningarhlutfallið fer hækkandi Þessar tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að brautskráningarhlutfallið hefur farið hækkandi frá árinu 2003. Fjórum árum eftir innritun höfðu 44,2% nýnema haustsins 2003 útskrifast en hlutfallið var komið í 60% ef litið er til þeirra sem hófu nám haustið 2015. „Á móti kemur að nýnemum, sem eru enn í námi fjórum árum eftir upphaf náms, hefur farið fækkandi úr tæpum 28% árin 2004 og 2005 í 17%,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar og því bætt við að merkja megi hægfara lækkun brotthvarfs síðustu ár en brotthvarf fjórum árum eftir innritun var 27,4% hjá nýnemum ársins 2011 en 23,0% hjá nýnemum ársins 2015. „Brautskráningarhlutfall hefur ekki mælst hærra og brotthvarf ekki minna í tölum Hagstofunnar,“ segir að lokum. Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Innflytjendur sem flytjast hingað til lands fyrir sjö ára aldur eru álíka líklegir til að útskrifast úr framhaldsskóla og aðrir sem hefja framhaldsskólanám hér á landi á annað borð. Að sama skapi er brotthvarf í þessum hópi svipað og hjá öðrum framhaldsskólanemum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar sem birtir nú í fyrsta sinn tölur um brautskráningahlutfall (þ.e. hlutfall nýnema sem hafa útskrifast) og brotthvarf á framhaldsskólastigi eftir aldri innflytjenda þegar þeir flytjast til Íslands. Tölurnar sýna að brautskráningarhlutfall og brotthvarf innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var svipað og meðaltal allra nýnema á framhaldsskólastigi haustið 2012 og 2015. Staðan mun verri hjá þeim sem flytja síðar til landsins Brautskráningarhlutfall allra nýnema haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. „Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur fram að innflytjendur, sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri, standa mun verr að vígi en aðeins 32,0% þeirra höfðu brautskráðst. Af þeim sem ekki teljast til innflytjenda höfðu 62,1% nýnema brautskráðst innan fjögurra ára. Hagstofan skoðaði einnig nýnema í starfsnámi haustið 2015 en innan fjögurra ára höfðu 40,3% þeirra brautskráðst. Hlutfallið var hærra á meðal innflytjenda en 44,4% þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur höfðu brautskráðst og 43,0% þeirra sem voru sjö ára eða eldri við flutning til landsins. „Hins vegar var brautskráningarhlutfall innflytjenda lægra en allra nýnema úr bóknámi, sérstaklega innflytjenda sem voru sjö ára eða eldri við flutning til Íslands,“ segir ennfremur. Hagstofan slær þó þann varnagla við þessar tölur að eingöngu 44 nýnemar haustið 2015 tilheyrðu annarri kynslóð innflytjenda og 45 voru innflytjendur sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur. „Því má líta svo á að niðurstöður gefi vísbendingar um stöðu mála þar sem hver einstaklingur vegur þungt í tölunum og sveiflur í hlutfallstölum því miklar.“ Innflytjendur sem útskrifast hlutfallslega færri Í tölunum kemur einnig fram að hlutfallslega færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla en nemendur með íslenskan bakgrunn. Af þeim tæplega 320 innflytjendum sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015 höfðu tæplega 36% útskrifast fjórum árum seinna. Það er raunar hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld, en þó mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrun. Hæsta brautskráningarhlutfallið er síðan á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis, en eru með íslenskan bakgrunn, eða 73,9%. Það er töluvert hærri tala en hjá nemendum sem fæddir eru hér á landi með engan erlendan bakgrunn en í þeim hópi höfðu 62,4% útskrifast fjórum árum síðar. Í hópnum sem fæddur er hér á landi en á erlent foreldri var hlutfallið síðan rúm 55% Konur líklegri en karlar til að útskrifast Þá kemur fram í tölunum að konur séu líklegri til að útskrifast úr námi, óháð bakgrunni en alls höfðu 68,3% kvenna útskrifast innan fjögurra ára en 51,4% karla. Nemendur í bóknámi voru einnig líklegri til að útskrifast innan fjögurra ára heldur en nemendur í starfsnámi og nemendur í bóknámi á landsbyggðinni voru líklegri til að hætta í skóla en á höfuðborgarsvæðinu. „Hlutfall brautskráðra úr starfsnámi var hins vegar lítillega hærra í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir ennfremur. Þegar allt er tekið til kemur síðan í ljós að alls höfðu um sextíu prósent þeirra 4.359 nýnema sem hófu nám á framhaldsskólastigi árið 2015 útskrifast árið 2019. 23% höfðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og 17% voru enn í námi án þess að hafa útskrifast. „Brautskráningarhlutfallið hækkaði umtalsvert frá 2018 þegar það var 55,6%, enda brautskráðust stórir hópar nemenda með stúdentspróf bæði af þriggja ára og fjögurra ára brautum á þessu tímabili.“ Brautskráningarhlutfallið fer hækkandi Þessar tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að brautskráningarhlutfallið hefur farið hækkandi frá árinu 2003. Fjórum árum eftir innritun höfðu 44,2% nýnema haustsins 2003 útskrifast en hlutfallið var komið í 60% ef litið er til þeirra sem hófu nám haustið 2015. „Á móti kemur að nýnemum, sem eru enn í námi fjórum árum eftir upphaf náms, hefur farið fækkandi úr tæpum 28% árin 2004 og 2005 í 17%,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar og því bætt við að merkja megi hægfara lækkun brotthvarfs síðustu ár en brotthvarf fjórum árum eftir innritun var 27,4% hjá nýnemum ársins 2011 en 23,0% hjá nýnemum ársins 2015. „Brautskráningarhlutfall hefur ekki mælst hærra og brotthvarf ekki minna í tölum Hagstofunnar,“ segir að lokum.
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira