Innlent

Fimm starfs­menn í Öldu­sels­skóla smitaðir og 400 nem­endur í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fimm starfsmenn Ölduselsskóla eru smitaðir af kórónuveirunni.
Fimm starfsmenn Ölduselsskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Reykjavíkurborg

Fimm starfsmenn í Ölduselsskóla hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og hefur fjöldi annarra starfsmanna verið sendur í sóttkví. Þá hafa tæplega fjögur hundruð nemendur verið sendir í sóttkví vegna smitanna. Þetta staðfesti skólastjóri Ölduselsskóla í samtali við Vísi.

Sjö árgangar eru komnir í sóttkví í skólanum, fjórði upp í tíunda bekk. Rúmlega fimm hundruð nemendur eru í skólanum en tæplega fjögur hundruð þeirra eru nú í sóttkví.

Vetrarfrí hefur verið í skólanum, eins og öðrum skólum, í vikunni og því hefur kennslan ekki þurft að breytast vegna smitanna. Þeir sem eru í sóttkví klára hana á þriðjudag með skimun og segir Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri að vonandi geti skólahald hafist aftur með eðlilegu m hætti á miðvikudag.


Tengdar fréttir

Þrír sjúk­lingar til við­bótar hafa greinst á Landa­koti

Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga.

Sjúk­lingur smitaður á Vogi

Sjúklingur á Vogi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Þetta staðfestir yfirlæknir á Vogi í samtali við fréttastofu.

Búið að taka sýni af öllum á Reykjalundi

Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust með Covid19. Allir sextán sjúklingar deildarinnar eru komnir í sóttkví. Þeir munu að líkindum fá niðurstöður síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×