Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 23:33 22 af 25 skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni reyndust smitaðir af Covid-19. Vísir/Hafþór Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. Hópsmit kom upp í skipinu og smituðust 22 af 25 skipverjum um borð. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál. Þegar maður horfir aftur í tímann þá hugsar maður kannski að það væri hægt að hafa gert þetta öðruvísi og það væri hugsanlega hægt að hafa greint þetta fyrr þannig að það væri þá hægt að koma í veg fyrir smit,“ sagði Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum í Reykjavík síðdegis í dag. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hafi hudsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri HG og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í samandi við sóttvarnalækni. Ekki hægt að staðfesta að um kvef sé að ræða með samtali „Ef það er grunur um smitsjúkdóm þá ber að fara eftir einhverjum ákveðnum verkferlum. Þeir hringdu í mig og báru þetta undir mig og mín skilaboð hafa alltaf verið skýr, frá upphafi faraldursins, að ef fólk er með einkenni þá þarf það að koma í sýnatöku og það að eiga samtal við mig um að staðfesta að þetta sé kvef er bara ekki til. Fólk verður að mæta í sýnatöku. Það er enginn munur á covid og kvefi,“ segir Súsanna. Skipverjarnir sóttu í dag fund með Verkvest og greindu þeir frá því að margir þeirra hafi verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19. Ástandið um borð hafi verið mjög alvarlegt en þrátt fyrir að hafi hvorki skipstjóri né útgerð séð ástöðu til að tilkynna um veikindin til sóttvarnayfirvalda eða Landhelgisgæslu né að halda skipi til hafnar til að framkvæma sýnatöku. „Mikilvægt að hringja strax og tilkynna veikindi“ Skipverjar segja jafnframt að Súsanna hafi lýst því yfir að hún vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. „Ég hugsaði það þannig að ég myndi ekki endilega vilja hafa þá bundna við höfn á meðan við vorum að komast að niðurstöðu en vera nálægt höfninni. Ef það skyldi og verða einhver veikindi um borð þá gætum við gripið inn í og náð í veika menn,“ segir Súsanna. „Það er mjög mikilvægt að hringja strax og tilkynna veikindi og ef mig minnir rétt þá eru verkferlar um að láta Landhelgisgæsluna vita um veikindi um borð. Sérstaklega þegar veikindi verða að fleiri en tveimur sjómönnum þá fer mann að gruna smitsjúkdóma. Þá er mjög mikilvægt að gripið sé strax inn í svo þessi smitsjúkdómur dreifi sér ekki víðar [um borð].“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00 „Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku. 22. október 2020 12:39 Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. Hópsmit kom upp í skipinu og smituðust 22 af 25 skipverjum um borð. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál. Þegar maður horfir aftur í tímann þá hugsar maður kannski að það væri hægt að hafa gert þetta öðruvísi og það væri hugsanlega hægt að hafa greint þetta fyrr þannig að það væri þá hægt að koma í veg fyrir smit,“ sagði Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum í Reykjavík síðdegis í dag. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hafi hudsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri HG og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í samandi við sóttvarnalækni. Ekki hægt að staðfesta að um kvef sé að ræða með samtali „Ef það er grunur um smitsjúkdóm þá ber að fara eftir einhverjum ákveðnum verkferlum. Þeir hringdu í mig og báru þetta undir mig og mín skilaboð hafa alltaf verið skýr, frá upphafi faraldursins, að ef fólk er með einkenni þá þarf það að koma í sýnatöku og það að eiga samtal við mig um að staðfesta að þetta sé kvef er bara ekki til. Fólk verður að mæta í sýnatöku. Það er enginn munur á covid og kvefi,“ segir Súsanna. Skipverjarnir sóttu í dag fund með Verkvest og greindu þeir frá því að margir þeirra hafi verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19. Ástandið um borð hafi verið mjög alvarlegt en þrátt fyrir að hafi hvorki skipstjóri né útgerð séð ástöðu til að tilkynna um veikindin til sóttvarnayfirvalda eða Landhelgisgæslu né að halda skipi til hafnar til að framkvæma sýnatöku. „Mikilvægt að hringja strax og tilkynna veikindi“ Skipverjar segja jafnframt að Súsanna hafi lýst því yfir að hún vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. „Ég hugsaði það þannig að ég myndi ekki endilega vilja hafa þá bundna við höfn á meðan við vorum að komast að niðurstöðu en vera nálægt höfninni. Ef það skyldi og verða einhver veikindi um borð þá gætum við gripið inn í og náð í veika menn,“ segir Súsanna. „Það er mjög mikilvægt að hringja strax og tilkynna veikindi og ef mig minnir rétt þá eru verkferlar um að láta Landhelgisgæsluna vita um veikindi um borð. Sérstaklega þegar veikindi verða að fleiri en tveimur sjómönnum þá fer mann að gruna smitsjúkdóma. Þá er mjög mikilvægt að gripið sé strax inn í svo þessi smitsjúkdómur dreifi sér ekki víðar [um borð].“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00 „Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku. 22. október 2020 12:39 Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38
Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00
„Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku. 22. október 2020 12:39
Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33