Hryllingsmyndaveisla í streymi hjá RIFF um helgina Tinni Sveinsson skrifar 23. október 2020 13:00 Peninsula er suður-kóresk hryllingsmynd, framhald Train to Busan. RIFF kynnir fimm nýjar hryllingsmyndir sem sýndar verða fram á miðnætti sunnudag á vefnum riff.is. Allt eru þetta splunkunýjar myndir frá árinu 2020. Tyrkneska myndin Veiðin (The Hunt), fjallar um konu sem er eftirsótt af fjölskyldu sinni; Uppá yfirborðið (Breaking Surface) er sænsk/ norsk og fjallar um hálfsystur sem festast í grjóthruni; Hunskastu út (Get the Hell Out) er frá Taiwan og fjallar um banbænan vírus, Skaginn (Peninsula) kemur frá Suður – Kóreu og fjallar um uppvakninga og Spútnik er rússnesk fjallar um sovéskt geimskip og hættulega fylgihluti. Sjá nánari lýsingar hér að neðan. Leigðar í 30 tíma Vegna Covid og fleiri áfalla sem dynja nú yfir land og þjóð var ákveðið að halda í sýningu fram yfir helgina á riff.is vinsælustu íslensku heimildamyndunum sem sýndar voru á nýliðinni hátíð; Humarsúpu, Sirkustjóranum, Á móti straumnum og Þriðja pólnum auk þess sem frábærar heimildamyndir um Helmut Newton, Alvar Aalto og Rockville verða áfram í sýningu fram á sunnudagsköld. Miðaverði er stillt í hóf og unnt er að horfa á viðkomandi mynd í 30 klukkutíma eftir að hún er leigð. Hunskastu út; Get the Hell Out Wang Yo-wei starfar sem öryggisvörður í þinginu þar sem hann er álitinn aumingi og ónytjungur. Einn daginn á hann þátt í slysi sem kostar þingmanninn Xiong Ying-Ying sæti sitt á þinginu. Þingmaðurinn biður Wang að taka sæti í næstu kosningum með því skilyrði að fá að verða hans hægri hönd. Wang nær kjöri og þannig verður aumingi að þingmanni. Fljótlega fer hins vegar af stað banvænn vírus í þinginu og breytast allir smitaðir þingmenn í uppvakninga. Öllum að óvörum reynist Wang vera sá eini sem er ónæmur fyrir vírusnum. Með Xiong sér við hlið tekst Wang bæði að brjótast út og bjarga mannslífum! Spútnik Á hátindi kalda stríðsins brotlendir sovéskt geimskip eftir misheppnaðan leiðangur og er leiðangursstjórinn sá eini eftirlifandi af áhöfninni. Eftir að þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Skaginn; Peninsula Fjórum árum eftir uppvakningafaraldurinn sem braust út í Train to Busan er Kóreuskaginn nú gjörsamlega í rústum. Hópur hermanna sem neyðast til að ferðast þangað aftur hitta fyrir tilviljun hóp ósmitaðra eftirlifenda sem reynast töluvert hættulegri en uppvakningarnir. Veiðin: The Hunt Eftir að hafa verið gripin með elskhuga sínum, verður kona ofsótt af sínum eigin ættingjum, sem vilja drepa hana fyrir heiður fjölskyldunnar. Upp á Yfirborðið; Breaking Surface Nokkrum dögum eftir jól halda sænsk/norsku hálfsysturnar Ida og Tuva út í köfunarleiðangur við norsku strandlengjuna. Við enda leiðangursins fellur grjótskriða sem veldur því að Tuva festist neðansjávar. Þegar Ida kemst aftur upp á yfirborðið og reynir að kalla eftir hjálp kemst hún að því að grjótskriðan hefur líka fallið á föstu landi og allur búnaður þeirra, símar og bíllyklar þar með talið, hefur grafist undir. Systurnar eru þar með fullkomlega bjargarlausar og hafa enga möguleika á að kalla eftir hjálp. Upphefst nú örvæntingarfull lífsbarátta sem verður lokamælikvarðinn á atgervi og útsjónarsemi Idu. Á meðan Ida berst við að bjarga systur sinni afhjúpast brestirnir í sambandi þeirra og þegar allt virðist tapað kemur í ljós að það er miklu meira í húfi. Menning RIFF Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
RIFF kynnir fimm nýjar hryllingsmyndir sem sýndar verða fram á miðnætti sunnudag á vefnum riff.is. Allt eru þetta splunkunýjar myndir frá árinu 2020. Tyrkneska myndin Veiðin (The Hunt), fjallar um konu sem er eftirsótt af fjölskyldu sinni; Uppá yfirborðið (Breaking Surface) er sænsk/ norsk og fjallar um hálfsystur sem festast í grjóthruni; Hunskastu út (Get the Hell Out) er frá Taiwan og fjallar um banbænan vírus, Skaginn (Peninsula) kemur frá Suður – Kóreu og fjallar um uppvakninga og Spútnik er rússnesk fjallar um sovéskt geimskip og hættulega fylgihluti. Sjá nánari lýsingar hér að neðan. Leigðar í 30 tíma Vegna Covid og fleiri áfalla sem dynja nú yfir land og þjóð var ákveðið að halda í sýningu fram yfir helgina á riff.is vinsælustu íslensku heimildamyndunum sem sýndar voru á nýliðinni hátíð; Humarsúpu, Sirkustjóranum, Á móti straumnum og Þriðja pólnum auk þess sem frábærar heimildamyndir um Helmut Newton, Alvar Aalto og Rockville verða áfram í sýningu fram á sunnudagsköld. Miðaverði er stillt í hóf og unnt er að horfa á viðkomandi mynd í 30 klukkutíma eftir að hún er leigð. Hunskastu út; Get the Hell Out Wang Yo-wei starfar sem öryggisvörður í þinginu þar sem hann er álitinn aumingi og ónytjungur. Einn daginn á hann þátt í slysi sem kostar þingmanninn Xiong Ying-Ying sæti sitt á þinginu. Þingmaðurinn biður Wang að taka sæti í næstu kosningum með því skilyrði að fá að verða hans hægri hönd. Wang nær kjöri og þannig verður aumingi að þingmanni. Fljótlega fer hins vegar af stað banvænn vírus í þinginu og breytast allir smitaðir þingmenn í uppvakninga. Öllum að óvörum reynist Wang vera sá eini sem er ónæmur fyrir vírusnum. Með Xiong sér við hlið tekst Wang bæði að brjótast út og bjarga mannslífum! Spútnik Á hátindi kalda stríðsins brotlendir sovéskt geimskip eftir misheppnaðan leiðangur og er leiðangursstjórinn sá eini eftirlifandi af áhöfninni. Eftir að þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Skaginn; Peninsula Fjórum árum eftir uppvakningafaraldurinn sem braust út í Train to Busan er Kóreuskaginn nú gjörsamlega í rústum. Hópur hermanna sem neyðast til að ferðast þangað aftur hitta fyrir tilviljun hóp ósmitaðra eftirlifenda sem reynast töluvert hættulegri en uppvakningarnir. Veiðin: The Hunt Eftir að hafa verið gripin með elskhuga sínum, verður kona ofsótt af sínum eigin ættingjum, sem vilja drepa hana fyrir heiður fjölskyldunnar. Upp á Yfirborðið; Breaking Surface Nokkrum dögum eftir jól halda sænsk/norsku hálfsysturnar Ida og Tuva út í köfunarleiðangur við norsku strandlengjuna. Við enda leiðangursins fellur grjótskriða sem veldur því að Tuva festist neðansjávar. Þegar Ida kemst aftur upp á yfirborðið og reynir að kalla eftir hjálp kemst hún að því að grjótskriðan hefur líka fallið á föstu landi og allur búnaður þeirra, símar og bíllyklar þar með talið, hefur grafist undir. Systurnar eru þar með fullkomlega bjargarlausar og hafa enga möguleika á að kalla eftir hjálp. Upphefst nú örvæntingarfull lífsbarátta sem verður lokamælikvarðinn á atgervi og útsjónarsemi Idu. Á meðan Ida berst við að bjarga systur sinni afhjúpast brestirnir í sambandi þeirra og þegar allt virðist tapað kemur í ljós að það er miklu meira í húfi.
Menning RIFF Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira