Sigur Rós gefur loksins út Hrafnagaldur Óðins Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 12:00 Platan kemur út 4. desember. Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Hljómsveitin gefur út lagið Dvergmál í dag til að fagna tilkynningunni og má heyra lagið hér að neðan. Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins þekkta og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu. Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar. Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Hljómsveitin gefur út lagið Dvergmál í dag til að fagna tilkynningunni og má heyra lagið hér að neðan. Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins þekkta og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu. Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar. Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp