Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 21:14 Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. Sú tala er mun hærri en ríkin tvö hafa í ljós látið. Pútín sagði þetta á fundi sem var sjónvarpaður í dag og sagðist hann ræða við bæði ríki oft á dag og hefur haldið því til haga að hann muni ekki taka afstöðu með öðru hvoru ríkinu í deilum þeirra um héraðið. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þá sagði hann að yfirvöld í Moskvu séu ósammála tyrkneskum yfirvöldum – sem styðja Aserbaídsjan í deilunum – í afstöðu þeirra til deilnanna. Hann hefur einnig kallað eftir því að Bandaríkin aðstoði við að tryggja frið á svæðinu. Bæði Armenía og Aserbaídsjan hafa sakað hvort annað um að hafa brotið vopnahlé í Nagorno-Karabakh sem sett var á vegna mannúðarástæðna. Segja mun færri hafa látist Átök milli ríkjanna í héraðinu brutust út í september. Héraðið hefur lengi verið alþjóðlega samþykkt sem hluti af Aserbaídsjan en íbúar þess eru að mestum hlut Armenar, og snúast deilurnar að miklu leyti um þjóðerni íbúa þess. Átök á svæðinu hafa ekki verið meiri í rúm 25 ár eða frá því að sex ára stríði um landssvæðið lauk árið 1994 með vopnahléi. Rússland er í hernaðarbandalagi við Armeníu og er rússnesk herstöð staðsett þar í landi. Rússland á hins vegar ríka sögu og mikil tengsl við Aserbaídsjan en bæði ríkin voru hluti af Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. „Dauðsföllin eru mun fleiri hjá báðum hliðum, meira en 2.000 hjá hvoru ríki,“ sagði Pútín á fundinum í dag og bætti hann við að dauðsföllin nálguðust fimm þúsund. Talan er mun hærri en þær sem Aserbaídsjan og Armenía hafa gefið út, og segja nýjustu dánartölur að dauðsföll séu færri en þúsund. Yfirvöld í Nagorno-Karabakh segja að 874 af hermönnum þeirra hafi fallið og 37 almennir borgarar frá því þann 27. september. Aserbaídsjan hefur gefið út að 61 aserskir borgarar hafi dáið en hafa ekki greint frá fjölda dáinna hermanna. Aserbaídsjan Armenía Rússland Tengdar fréttir Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. Sú tala er mun hærri en ríkin tvö hafa í ljós látið. Pútín sagði þetta á fundi sem var sjónvarpaður í dag og sagðist hann ræða við bæði ríki oft á dag og hefur haldið því til haga að hann muni ekki taka afstöðu með öðru hvoru ríkinu í deilum þeirra um héraðið. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þá sagði hann að yfirvöld í Moskvu séu ósammála tyrkneskum yfirvöldum – sem styðja Aserbaídsjan í deilunum – í afstöðu þeirra til deilnanna. Hann hefur einnig kallað eftir því að Bandaríkin aðstoði við að tryggja frið á svæðinu. Bæði Armenía og Aserbaídsjan hafa sakað hvort annað um að hafa brotið vopnahlé í Nagorno-Karabakh sem sett var á vegna mannúðarástæðna. Segja mun færri hafa látist Átök milli ríkjanna í héraðinu brutust út í september. Héraðið hefur lengi verið alþjóðlega samþykkt sem hluti af Aserbaídsjan en íbúar þess eru að mestum hlut Armenar, og snúast deilurnar að miklu leyti um þjóðerni íbúa þess. Átök á svæðinu hafa ekki verið meiri í rúm 25 ár eða frá því að sex ára stríði um landssvæðið lauk árið 1994 með vopnahléi. Rússland er í hernaðarbandalagi við Armeníu og er rússnesk herstöð staðsett þar í landi. Rússland á hins vegar ríka sögu og mikil tengsl við Aserbaídsjan en bæði ríkin voru hluti af Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. „Dauðsföllin eru mun fleiri hjá báðum hliðum, meira en 2.000 hjá hvoru ríki,“ sagði Pútín á fundinum í dag og bætti hann við að dauðsföllin nálguðust fimm þúsund. Talan er mun hærri en þær sem Aserbaídsjan og Armenía hafa gefið út, og segja nýjustu dánartölur að dauðsföll séu færri en þúsund. Yfirvöld í Nagorno-Karabakh segja að 874 af hermönnum þeirra hafi fallið og 37 almennir borgarar frá því þann 27. september. Aserbaídsjan hefur gefið út að 61 aserskir borgarar hafi dáið en hafa ekki greint frá fjölda dáinna hermanna.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Tengdar fréttir Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38
Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46
Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent