Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 23:00 Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Vísir/Hafþór Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Skipinu var siglt til hafnar á Ísafirði á sunnudaginn til að taka olíu og fóru áhafnarmeðlimir þá í sýnatöku. Ekki var beðið eftir niðurstöðum heldur siglt aftur á mið. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Skipverjarnir fengu svo leyfi til að yfirgefa skipið í dag. Þá var komið í ljós að níu úr áhöfn skipsins höfðu jafnað sig af Covid-19 og voru með mótefni. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera áfram í einangrun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Sjá einnig: Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Í áðurnefndri yfirlýsingu segir þó að fyrirtækið vilji koma því á framfæri að fljótlega eftir að veikindin komu upp hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki hafi þótt ástæða til að kalla skipið til hafnar. Eftir að niðurstöður úr skimuninni lágu fyrir hafi skipinu verið snúið umsvifalaust til hafnar. „Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að um 213 tonn af frystum afurðum séu í lestum skipsins og ekkert bendi til þess að Covid-19 geti borist með matvælum, samkvæmt Matvælastofnun og alþjóðlegra stofnana. Þá verður skipið sótthreinsað á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Skipinu var siglt til hafnar á Ísafirði á sunnudaginn til að taka olíu og fóru áhafnarmeðlimir þá í sýnatöku. Ekki var beðið eftir niðurstöðum heldur siglt aftur á mið. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Skipverjarnir fengu svo leyfi til að yfirgefa skipið í dag. Þá var komið í ljós að níu úr áhöfn skipsins höfðu jafnað sig af Covid-19 og voru með mótefni. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera áfram í einangrun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Sjá einnig: Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Í áðurnefndri yfirlýsingu segir þó að fyrirtækið vilji koma því á framfæri að fljótlega eftir að veikindin komu upp hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki hafi þótt ástæða til að kalla skipið til hafnar. Eftir að niðurstöður úr skimuninni lágu fyrir hafi skipinu verið snúið umsvifalaust til hafnar. „Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að um 213 tonn af frystum afurðum séu í lestum skipsins og ekkert bendi til þess að Covid-19 geti borist með matvælum, samkvæmt Matvælastofnun og alþjóðlegra stofnana. Þá verður skipið sótthreinsað á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23