Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 22:43 Hreyfiarmur Osiris-Rex þegar hann snerti yfirborð Bennu í gærkvöldi. NASA/AP Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Osiris-Rex smokraði sér upp að yfirborði Bennu í Næturgalagígnum á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hreyfiarmur þess þrýsti út köfnunarefnisgasi sem þyrlaði efni upp af yfirborðinu og safnaði því. Alls tók sýnatakan aðeins tíu sekúndur, að sögn Space.com. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti myndskeið af arminum þegar hann þyrlaði jarðveginum upp í dag. Bennu og Osiris-Rex eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, utan við sporbraut jarðarinnar og handan við sólina. Well, I definitely touched down on Bennu!Preliminary data show the sampling head touched Bennu s surface for approximately 6 seconds, within 3 feet (1 meter) of the targeted location. #ToBennuAndBackMore details: https://t.co/4rBrB27FEZ pic.twitter.com/LjDQICmxJM— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 21, 2020 Markmið leiðangursins er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af jarðvegi en vísindamennirnir sem standa að honum telja sig geta náð allt að kílói. Það gæti tekið tíu daga að komast að því hversu miklu Osiris-Rex náði að safna í gær. Ætlunin er að senda sýnin aftur til jarðar með hylki þegar geimfarið flýgur fram hjá jörðinni í september árið 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar nær í sýni frá smástirni úti í sólkerfinu okkar en japönsku geimförin Hayabusa 1 og 2 voru þau fyrstu til að vinna það afrek. Evrópska geimstofnunin ESA lenti lendingarfarini Philae á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko árið 2014. Talið er að Bennu, sem er aðeins stærra en fjallið Keilir, sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir allt að milljarða ári. Þannig er líklegt að í Bennu sé að finna leifar af efni frá árdögum sólkerfisins okkar. Hafi Osiris-Rex ekki veitt fylli sína af jarðvegi í gær er enn möguleiki á tveimur tilraunum til viðbótar. Hafi allt gengið sem skyldi yfirgefur geimfarið Bennu í mars. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Osiris-Rex smokraði sér upp að yfirborði Bennu í Næturgalagígnum á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hreyfiarmur þess þrýsti út köfnunarefnisgasi sem þyrlaði efni upp af yfirborðinu og safnaði því. Alls tók sýnatakan aðeins tíu sekúndur, að sögn Space.com. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti myndskeið af arminum þegar hann þyrlaði jarðveginum upp í dag. Bennu og Osiris-Rex eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, utan við sporbraut jarðarinnar og handan við sólina. Well, I definitely touched down on Bennu!Preliminary data show the sampling head touched Bennu s surface for approximately 6 seconds, within 3 feet (1 meter) of the targeted location. #ToBennuAndBackMore details: https://t.co/4rBrB27FEZ pic.twitter.com/LjDQICmxJM— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 21, 2020 Markmið leiðangursins er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af jarðvegi en vísindamennirnir sem standa að honum telja sig geta náð allt að kílói. Það gæti tekið tíu daga að komast að því hversu miklu Osiris-Rex náði að safna í gær. Ætlunin er að senda sýnin aftur til jarðar með hylki þegar geimfarið flýgur fram hjá jörðinni í september árið 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar nær í sýni frá smástirni úti í sólkerfinu okkar en japönsku geimförin Hayabusa 1 og 2 voru þau fyrstu til að vinna það afrek. Evrópska geimstofnunin ESA lenti lendingarfarini Philae á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko árið 2014. Talið er að Bennu, sem er aðeins stærra en fjallið Keilir, sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir allt að milljarða ári. Þannig er líklegt að í Bennu sé að finna leifar af efni frá árdögum sólkerfisins okkar. Hafi Osiris-Rex ekki veitt fylli sína af jarðvegi í gær er enn möguleiki á tveimur tilraunum til viðbótar. Hafi allt gengið sem skyldi yfirgefur geimfarið Bennu í mars.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44