Innblásin af ímynduðu matarboði með Björgvini og Eddu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 15:31 Una Stef og Babies flokkurinn senda frá sér nýtt lag í dag. Lagið nefnist Með þér. Aðsendar myndir „Leikstjórinn Óli Finnsson hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að semja „feel-good“ þemalag fyrir þætti sem hann var að gera með mæðginunum Björgvini Franz og Eddu Björgvins,“ segir tónlistarkonan Una Stefánsdóttir um lagið Með þér sem kom út í dag. Lagið er þemalag þáttanna Ísbíltúr með mömmu en fyrsti þáttur mæðginanna Eddu Björgvins og Björgvin Franz Gíslasonar fer í loftið í kvöld. „Mér hefur aldrei fundist hugtakið „feel-good“ passa jafn vel við neina eins og þau tvö enda algerir ljósberar og gleðigjafar. Í þáttunum eru þau á rúntinum á gömlum fjölskyldubíl að rifja upp alls konar sögur og lenda í stórkostlegum ævintýrum,“ segir Una. „Textann vann ég út frá konsepti þáttarins en grúvið sjálft var 100 prósent inspírerað af því hvernig ég held að það sé að vera í matarboði með Björgvini og Eddu. Mér fannst svo einstaklega viðeigandi að fá hæfileikaríku vini mína í Babies flokknum til að vinna lagið með mér því enginn er betri í „feel-good“ en þeir. Þeir komu stemningunni í nýjar hæðir og við erum virkilega ánægð með útkomuna. Við viljum allavega meina að þetta sé fullkomið lag til að rúnta við. Fyrsti þáttur af Ísbíltúr með mömmu verður í kvöld á Stöð 2, kl. 19:10 en lagið Með þér má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Með þér - Una Stef og Babies flokkurinn Textinn við lagið með þér: Manstu þegar sjónvarpið tók sér fimmtudagsfrí? Eða þegar Ringo spilaði í Atlavík? Vigdís vakti yfir okkur sterk og farsímaleysið var yndislegt. Túberuð á rúntinum við söfnuðum minningum Með þér er lífið yndislegt Með þér er lífið stórkostlegt Kannski verða flugbílar á Hvammstanga Eflaust verðum við heimsmeistarar í fótbolta Ég veit þú verður ennþá hér hjá mér því ást okkar er jú órjúfanleg Hring eftir hring við búum til nýjar minningar Með þér… Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. 17. október 2020 20:01 Lengi langað að gera eigin útgáfu af lagi föður síns Söngkonan Una Stefánsdóttir gaf á miðnætti út ábreiðu af laginu Tunglið tunglið taktu mig. Hún segist ekki hafa fengið neinn afslátt þrátt fyrir að vera dóttir tónskáldsins. 7. ágúst 2020 12:00 Vona að lagið fái fólk til að dansa heima í stofu Söngkonan Una Stef segist nánast vera atvinnulaus og starfsstéttin öll lömuð. 20. mars 2020 13:00 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Leikstjórinn Óli Finnsson hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að semja „feel-good“ þemalag fyrir þætti sem hann var að gera með mæðginunum Björgvini Franz og Eddu Björgvins,“ segir tónlistarkonan Una Stefánsdóttir um lagið Með þér sem kom út í dag. Lagið er þemalag þáttanna Ísbíltúr með mömmu en fyrsti þáttur mæðginanna Eddu Björgvins og Björgvin Franz Gíslasonar fer í loftið í kvöld. „Mér hefur aldrei fundist hugtakið „feel-good“ passa jafn vel við neina eins og þau tvö enda algerir ljósberar og gleðigjafar. Í þáttunum eru þau á rúntinum á gömlum fjölskyldubíl að rifja upp alls konar sögur og lenda í stórkostlegum ævintýrum,“ segir Una. „Textann vann ég út frá konsepti þáttarins en grúvið sjálft var 100 prósent inspírerað af því hvernig ég held að það sé að vera í matarboði með Björgvini og Eddu. Mér fannst svo einstaklega viðeigandi að fá hæfileikaríku vini mína í Babies flokknum til að vinna lagið með mér því enginn er betri í „feel-good“ en þeir. Þeir komu stemningunni í nýjar hæðir og við erum virkilega ánægð með útkomuna. Við viljum allavega meina að þetta sé fullkomið lag til að rúnta við. Fyrsti þáttur af Ísbíltúr með mömmu verður í kvöld á Stöð 2, kl. 19:10 en lagið Með þér má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Með þér - Una Stef og Babies flokkurinn Textinn við lagið með þér: Manstu þegar sjónvarpið tók sér fimmtudagsfrí? Eða þegar Ringo spilaði í Atlavík? Vigdís vakti yfir okkur sterk og farsímaleysið var yndislegt. Túberuð á rúntinum við söfnuðum minningum Með þér er lífið yndislegt Með þér er lífið stórkostlegt Kannski verða flugbílar á Hvammstanga Eflaust verðum við heimsmeistarar í fótbolta Ég veit þú verður ennþá hér hjá mér því ást okkar er jú órjúfanleg Hring eftir hring við búum til nýjar minningar Með þér…
Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. 17. október 2020 20:01 Lengi langað að gera eigin útgáfu af lagi föður síns Söngkonan Una Stefánsdóttir gaf á miðnætti út ábreiðu af laginu Tunglið tunglið taktu mig. Hún segist ekki hafa fengið neinn afslátt þrátt fyrir að vera dóttir tónskáldsins. 7. ágúst 2020 12:00 Vona að lagið fái fólk til að dansa heima í stofu Söngkonan Una Stef segist nánast vera atvinnulaus og starfsstéttin öll lömuð. 20. mars 2020 13:00 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. 17. október 2020 20:01
Lengi langað að gera eigin útgáfu af lagi föður síns Söngkonan Una Stefánsdóttir gaf á miðnætti út ábreiðu af laginu Tunglið tunglið taktu mig. Hún segist ekki hafa fengið neinn afslátt þrátt fyrir að vera dóttir tónskáldsins. 7. ágúst 2020 12:00
Vona að lagið fái fólk til að dansa heima í stofu Söngkonan Una Stef segist nánast vera atvinnulaus og starfsstéttin öll lömuð. 20. mars 2020 13:00