Öskureiður og taldi Steinda vera að stela barninu sínu á Tenerife Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2020 12:30 Steindi kynnist Auðunni Blöndal í rauninni árið 2010 á Tenerife. Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni. FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni.
FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira