Madsen var með gervisprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 20:12 Lögreglan notaði róbóta til að kanna belti Madsen nánar. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52