Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 14:25 Frá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47