Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 07:01 Höfundar Great Barrington-yfirlýsingarinnar vilja að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum og fólki sem er ekki í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar verði leyft að lifa hefðbundnu lífi. Íslenskir sérfræðingar segja að hjarðónæmi verði ekki byggt upp án alvarlegra afleiðinga. Vísir/Vilhelm Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. Slíkar hugmyndir hafa fengið athygli undanfarna daga í kjölfar alþjóðlegrar yfirlýsingar sem nokkrir íslenskir áhrifamenn skrifuðu undir. Þúsundir einstaklinga sem titla sig vísindamenn eða heilbrigðissérfræðinga hafa skrifað undir yfirlýsingu sem er kennd við Great Barrington í Massachusetts í Bandaríkjunum. Í henni er lagt til að fólk sem telst ekki í áhættuhópi vegna Covid-19-smits fái að halda áfram hefðbundnu lífi án flestra sóttvarnaaðgerða en viðkvæmir hópar verði einangraðir. Þannig megi byggja upp náttúrulegt hjarðónæmi í samfélaginu sem stöðvi framgang faraldursins á endanum. Höfundarnir leggjast enn fremur gegn skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun á meðal þeirra sem eru ekki í áhættuhópi. Erlendir lýðheilsusérfræðingar hafa meðal annars lýst hugmyndum hópsins sem „hættulegum“. Jóhanna Jakobsdóttir, líftölufræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir hjá Landspítalanum, hafna því að náttúrulegt hjarðónæmi sé eina skynsamlega leiðin út úr faraldrinum í svari við spurningu þess efnis á Vísindavefnum í dag. Þau segja talsvert hafa borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess og vísa sérstaklega til Great Barrington-yfirlýsingarinnar. „Rétt er að árétta að höfundar yfirlýsingarinnar mæla markvisst með verulegri slökun sóttvarnaraðgerða. Þær tillögur eru þó settar fram án vísindalegs rökstuðnings og ekkert er vísað í rannsóknir eða fyrirliggjandi gögn um COVID-19 í yfirlýsingunni,“ segir í svari þeirra. Þau benda á að ekki séu settar fram neinar markvissar eða skýrar ráðleggingar um hvernig best sé að vernda viðkvæma hópa, sem sé mun stærri hópur en margir geri sér grein fyrir, í yfirlýsingunni. Þá sé einfalt að hrekja fullyrðingar sem er að finna í yfirlýsingunni með vísan í einföld gögn og rannsóknir. Minnst fimmtungur þjóðarinnar í áhættuhóp Jóhanna og Jón Magnús benda á að hlutfall einstaklinga í aukinni áhættu á alvarlegum afleiðingum vegna Covid-19-sýkningar sé að minnsta kosti 20% á Íslandi. Til þess að ná hjarðónæmi vegna veikinnar þurfi að minnsta kosti 60% að smitast. Því segja þau ljóst að nær ómögulegt yrði að ná hjarðónæmi með náttúrulegri sýkingu meðal þjóðarinnar án alvarlegra afleiðinga. Sýkingar stöðvuðust heldur ekki þó að því hlutfalli yrði náð og faraldurinn gæti haldið áfram að breiða úr sér. Þannig gætu allt að 90% manna sýkst að lokum. Ýmsir óvissuþættur eru einnig um hjarðónæmi við Covid-19 þar sem ónæmi getur verið af ýmsum toga og varða mislengi, að sögn Jóhönnu og Jóns Magnúsar. Dreifingarmáttur sýkils hafi einnig áhrif á hversu lengi hjarðónæmi þróast. Aðeins lítill hópur sýkinga eru þess eðlis að gott hjarðónæmi myndast og jafnvel þá er það ekki nóg til að koma í veg fyrir alvarlega faraldra yfir lengri tíma. Viðunandi hjarðónæmi myndast einnig sjaldan á stuttum tíma. Oftast tekur það nokkur ár og nokkrar bylgjur smitsjúkdóms til að hjarðónæmi verði nægilegt til að hægja á dreifingu hans. „Í einföldu máli þýðir þetta að ekki allar sýkingar mynda náttúrulegt, viðunandi hjarðónæmi og því er náttúrulegt hjarðónæmi engan veginn staðreynd, sérstaklega fyrir nýja smitsjúkdóma sem tiltölulega lítið er vitað um. Einnig myndast viðunandi hjarðónæmi í stórum samfélögum ekki á stuttum tíma,“ skrifa þau. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur meðal annars unnið að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Bóluefni eina leiðin að viðunandi hjarðónæmi Vísbendingar eru um að langflestir þeirra sem smitast af Covid-19 myndi sterkt mótefnasvar og frumubundið ónæmissvar fyrst á eftir sýkingu sem vari í það minnsta nokkra mánuði. „Erfiðara er að meta hvers konar ónæmi er um að ræða - talið er að langvarandi ónæmi sé á formi verndandi ónæmis, líkt og hjá öðrum kórónuveirum, en nákvæm lengd þessa verndandi ónæmis er óviss,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Dæmi hafi þegar komið fram um að fólk hafi sýkst aftur af Covid-19 og að ónæmi komi þannig ekki alfarið í veg fyrir endursýkingar. Jóhanna og Jón Magnús segja enn meiri óvissu um þróun ónæmis yfir lengri tíma. „[E]f hegðun COVID-19 líkist sýkingum með öðrum kórónuveirum er líklegt að ónæmi fari dvínandi með tilheyrandi aukinni áhættu á endursýkingum. Mögulega þarf að sýkjast nokkrum sinnum af SARS-CoV-2 áður en viðunandi ónæmi næst til lengri tíma. Vonandi veitir ónæmi í það minnsta vörn gegn alvarlegri sjúkdómi ef endursýkingar verða en það er því miður óvíst á þessu stigi,“ skrifa þau. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að hjarðónæmi sé hvergi í nægilegu magni í stórum samfélögum til að hægja verulega á útbreiðslu Covid-19, hvað þá að koma í veg fyrir frekari faraldra. Vegna dreifingareiginleika sjúkdómsins virðist einnig lítill hluti þýðis fá sýkinguna hverju sinni og því taki það hjarðónæmi lengri tíma að myndast en ella. Benda þau á að bóluefni sé öruggasta, skilvirkasta og áreiðanlegasta leiðin til að mynda viðunandi hjarðónæmi í samfélögum. Líkur á fylgikvillum séu hverfandi í samanburði við hættur náttúrulegrar sýkingar og bóluefni geti leitt til sterkara og langvinnara ónæmis. „Vegna þessara þátta er yfirgnæfandi samrómur meðal sérfræðinga um að eina leið okkar að viðunandi hjarðónæmi sé með notkun bóluefna; áhersla á þróun náttúrulegs hjarðónæmis er bæði byggð á fölskum forsendum og mun leiða til verulegs skaða einstaklinga, samfélaga og þjóða,“ segja þau. Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum.Bjarni Einarsson Segja tillöguna „hættulega“ og „ranga“ Faraldsfræðingar erlendis hafa einnig deilt á Great Barrington-yfirlýsinguna. Hópur áttatíu sérfræðinga í Bandaríkjunum birti mótsvar við henni og kenndu hana við faraldsfræðinginn John Snow á miðvikudag í síðustu viku. Þar sögðu þeir að nálgun Great Barrington-yfirlýsingarinnar setti fjölda viðkvæmra landsmanna í hættu á alvarlegum afleiðingum af Covid-19, allt að þriðjung þjóðarinnar. Um hálf milljón manna gæti látið lífið. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Donalds Trump forseta, lýsti yfirlýsingunni sem óvísindalegri, hættulegri og „algerum þvættingi“. Aðrir sérfræðingar hafa bent á að tillögurnar séu siðlausar. „Ég tel að þetta sé rangt, ég tel að þetta sé óöruggt, ég tel að þetta bjóði fólki upp á að haga sér á hátt sem gæti valdið gríðarlegum skaða. Maður dreifir ekki sjúkdómi, maður dreifir bóluefni,“ segir Rochelle Walensky, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Harvard-háskóla, við New York Times. Bent er á að aðferðin sem Great Barrington-höfundarnir skrifa upp á komi sérstaklega niður á fátæku fólki sem er líklegra en aðrir til að vera í áhættuhópi og búa í nánu samneyti við stórfjölskyldu. Það fólk þyrfti að flytja af heimilum sínum til að forðast að smitast af yngra heimilisfólki. „Ætlum við að þvinga þetta fólk til að fara? Ef við ætlum ekki að þvinga þetta fólk til að fara, hvernig á þetta þá að ganga fyrir sig?“ segir Ruth Faden, lífsiðfræðingur við Johns Hopkins-háskóla. David Nabarro, sendifulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði það „ótrúlega ábyrgðarlaust“ af höfundum yfirlýsingarinnar að taka ekki tillit til óvissu um hver sé raunverulega í hættu af Covid-19. Þannig hafi um fimmtungur þeirra sem hafa látist í faraldrinum til þessa verið yngri en 65 ára og um þriðjungur þeirra sem hafa náð bata, ungir sem aldnir, hafi glímt við einkenni lengi á eftir. Great Barrington-yfirlýsing var afsprengi ráðstefnu á vegum Bandarísku efnahagsrannsóknastofnunarinnar (e. American Institute for Economic Research), hugveitu sem talar fyrir markaðslausnum. Hún vinnur með Charles Koch-stofnuninni sem er kennd við bandarískan milljarðamæring sem hefur meðal annars fjármagnað afneitun á loftslagsvísindum um árabil. Martin Kulldorff, prófessor í læknavísindum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, Sunetra Gupta, farsóttarfræðingur með sérþekkingu á ónæmi og bóluefnaþróun og prófessor við Oxford-háskóla, og Jay Bhattacharya, farsóttafræðingur, heilsuhagfræðingur og prófessor við Stanford-háskóla, eru titlaðir höfundar yfirlýsingarinnar. Nokkrir íslenskir áhrifamenn lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna, þar á meðal Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, Heiðar Guðjónson, forstjóri Sýnar, Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins ehf, og Védís Hervör Árnadóttir, miðlunarstjóri Samtaka atvinnulífsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, var einnig á lista yfirlýsingarinnar en hann sagði RÚV að hann hefði ekki skrifað undir sjálfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir ásakanir Hauks alvarlegar og útilokar ekki að hann verði dreginn fyrir dóm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafi sett fram alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrirtækinu. 9. október 2020 22:34 Nöfn þekktra Íslendinga á lista yfir þá sem mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum Íslenskir læknar, áhrifafólk í atvinnulífinu og stjórnmálamenn eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir Great Barrington yfirlýsinguna. 8. október 2020 18:09 Þríeykið: Heilbrigðiskerfið myndi aldrei standast álagið ef sóttvarnir væru í lágmarki Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. 15. október 2020 07:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. Slíkar hugmyndir hafa fengið athygli undanfarna daga í kjölfar alþjóðlegrar yfirlýsingar sem nokkrir íslenskir áhrifamenn skrifuðu undir. Þúsundir einstaklinga sem titla sig vísindamenn eða heilbrigðissérfræðinga hafa skrifað undir yfirlýsingu sem er kennd við Great Barrington í Massachusetts í Bandaríkjunum. Í henni er lagt til að fólk sem telst ekki í áhættuhópi vegna Covid-19-smits fái að halda áfram hefðbundnu lífi án flestra sóttvarnaaðgerða en viðkvæmir hópar verði einangraðir. Þannig megi byggja upp náttúrulegt hjarðónæmi í samfélaginu sem stöðvi framgang faraldursins á endanum. Höfundarnir leggjast enn fremur gegn skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun á meðal þeirra sem eru ekki í áhættuhópi. Erlendir lýðheilsusérfræðingar hafa meðal annars lýst hugmyndum hópsins sem „hættulegum“. Jóhanna Jakobsdóttir, líftölufræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir hjá Landspítalanum, hafna því að náttúrulegt hjarðónæmi sé eina skynsamlega leiðin út úr faraldrinum í svari við spurningu þess efnis á Vísindavefnum í dag. Þau segja talsvert hafa borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess og vísa sérstaklega til Great Barrington-yfirlýsingarinnar. „Rétt er að árétta að höfundar yfirlýsingarinnar mæla markvisst með verulegri slökun sóttvarnaraðgerða. Þær tillögur eru þó settar fram án vísindalegs rökstuðnings og ekkert er vísað í rannsóknir eða fyrirliggjandi gögn um COVID-19 í yfirlýsingunni,“ segir í svari þeirra. Þau benda á að ekki séu settar fram neinar markvissar eða skýrar ráðleggingar um hvernig best sé að vernda viðkvæma hópa, sem sé mun stærri hópur en margir geri sér grein fyrir, í yfirlýsingunni. Þá sé einfalt að hrekja fullyrðingar sem er að finna í yfirlýsingunni með vísan í einföld gögn og rannsóknir. Minnst fimmtungur þjóðarinnar í áhættuhóp Jóhanna og Jón Magnús benda á að hlutfall einstaklinga í aukinni áhættu á alvarlegum afleiðingum vegna Covid-19-sýkningar sé að minnsta kosti 20% á Íslandi. Til þess að ná hjarðónæmi vegna veikinnar þurfi að minnsta kosti 60% að smitast. Því segja þau ljóst að nær ómögulegt yrði að ná hjarðónæmi með náttúrulegri sýkingu meðal þjóðarinnar án alvarlegra afleiðinga. Sýkingar stöðvuðust heldur ekki þó að því hlutfalli yrði náð og faraldurinn gæti haldið áfram að breiða úr sér. Þannig gætu allt að 90% manna sýkst að lokum. Ýmsir óvissuþættur eru einnig um hjarðónæmi við Covid-19 þar sem ónæmi getur verið af ýmsum toga og varða mislengi, að sögn Jóhönnu og Jóns Magnúsar. Dreifingarmáttur sýkils hafi einnig áhrif á hversu lengi hjarðónæmi þróast. Aðeins lítill hópur sýkinga eru þess eðlis að gott hjarðónæmi myndast og jafnvel þá er það ekki nóg til að koma í veg fyrir alvarlega faraldra yfir lengri tíma. Viðunandi hjarðónæmi myndast einnig sjaldan á stuttum tíma. Oftast tekur það nokkur ár og nokkrar bylgjur smitsjúkdóms til að hjarðónæmi verði nægilegt til að hægja á dreifingu hans. „Í einföldu máli þýðir þetta að ekki allar sýkingar mynda náttúrulegt, viðunandi hjarðónæmi og því er náttúrulegt hjarðónæmi engan veginn staðreynd, sérstaklega fyrir nýja smitsjúkdóma sem tiltölulega lítið er vitað um. Einnig myndast viðunandi hjarðónæmi í stórum samfélögum ekki á stuttum tíma,“ skrifa þau. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur meðal annars unnið að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Bóluefni eina leiðin að viðunandi hjarðónæmi Vísbendingar eru um að langflestir þeirra sem smitast af Covid-19 myndi sterkt mótefnasvar og frumubundið ónæmissvar fyrst á eftir sýkingu sem vari í það minnsta nokkra mánuði. „Erfiðara er að meta hvers konar ónæmi er um að ræða - talið er að langvarandi ónæmi sé á formi verndandi ónæmis, líkt og hjá öðrum kórónuveirum, en nákvæm lengd þessa verndandi ónæmis er óviss,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Dæmi hafi þegar komið fram um að fólk hafi sýkst aftur af Covid-19 og að ónæmi komi þannig ekki alfarið í veg fyrir endursýkingar. Jóhanna og Jón Magnús segja enn meiri óvissu um þróun ónæmis yfir lengri tíma. „[E]f hegðun COVID-19 líkist sýkingum með öðrum kórónuveirum er líklegt að ónæmi fari dvínandi með tilheyrandi aukinni áhættu á endursýkingum. Mögulega þarf að sýkjast nokkrum sinnum af SARS-CoV-2 áður en viðunandi ónæmi næst til lengri tíma. Vonandi veitir ónæmi í það minnsta vörn gegn alvarlegri sjúkdómi ef endursýkingar verða en það er því miður óvíst á þessu stigi,“ skrifa þau. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að hjarðónæmi sé hvergi í nægilegu magni í stórum samfélögum til að hægja verulega á útbreiðslu Covid-19, hvað þá að koma í veg fyrir frekari faraldra. Vegna dreifingareiginleika sjúkdómsins virðist einnig lítill hluti þýðis fá sýkinguna hverju sinni og því taki það hjarðónæmi lengri tíma að myndast en ella. Benda þau á að bóluefni sé öruggasta, skilvirkasta og áreiðanlegasta leiðin til að mynda viðunandi hjarðónæmi í samfélögum. Líkur á fylgikvillum séu hverfandi í samanburði við hættur náttúrulegrar sýkingar og bóluefni geti leitt til sterkara og langvinnara ónæmis. „Vegna þessara þátta er yfirgnæfandi samrómur meðal sérfræðinga um að eina leið okkar að viðunandi hjarðónæmi sé með notkun bóluefna; áhersla á þróun náttúrulegs hjarðónæmis er bæði byggð á fölskum forsendum og mun leiða til verulegs skaða einstaklinga, samfélaga og þjóða,“ segja þau. Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum.Bjarni Einarsson Segja tillöguna „hættulega“ og „ranga“ Faraldsfræðingar erlendis hafa einnig deilt á Great Barrington-yfirlýsinguna. Hópur áttatíu sérfræðinga í Bandaríkjunum birti mótsvar við henni og kenndu hana við faraldsfræðinginn John Snow á miðvikudag í síðustu viku. Þar sögðu þeir að nálgun Great Barrington-yfirlýsingarinnar setti fjölda viðkvæmra landsmanna í hættu á alvarlegum afleiðingum af Covid-19, allt að þriðjung þjóðarinnar. Um hálf milljón manna gæti látið lífið. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Donalds Trump forseta, lýsti yfirlýsingunni sem óvísindalegri, hættulegri og „algerum þvættingi“. Aðrir sérfræðingar hafa bent á að tillögurnar séu siðlausar. „Ég tel að þetta sé rangt, ég tel að þetta sé óöruggt, ég tel að þetta bjóði fólki upp á að haga sér á hátt sem gæti valdið gríðarlegum skaða. Maður dreifir ekki sjúkdómi, maður dreifir bóluefni,“ segir Rochelle Walensky, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Harvard-háskóla, við New York Times. Bent er á að aðferðin sem Great Barrington-höfundarnir skrifa upp á komi sérstaklega niður á fátæku fólki sem er líklegra en aðrir til að vera í áhættuhópi og búa í nánu samneyti við stórfjölskyldu. Það fólk þyrfti að flytja af heimilum sínum til að forðast að smitast af yngra heimilisfólki. „Ætlum við að þvinga þetta fólk til að fara? Ef við ætlum ekki að þvinga þetta fólk til að fara, hvernig á þetta þá að ganga fyrir sig?“ segir Ruth Faden, lífsiðfræðingur við Johns Hopkins-háskóla. David Nabarro, sendifulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði það „ótrúlega ábyrgðarlaust“ af höfundum yfirlýsingarinnar að taka ekki tillit til óvissu um hver sé raunverulega í hættu af Covid-19. Þannig hafi um fimmtungur þeirra sem hafa látist í faraldrinum til þessa verið yngri en 65 ára og um þriðjungur þeirra sem hafa náð bata, ungir sem aldnir, hafi glímt við einkenni lengi á eftir. Great Barrington-yfirlýsing var afsprengi ráðstefnu á vegum Bandarísku efnahagsrannsóknastofnunarinnar (e. American Institute for Economic Research), hugveitu sem talar fyrir markaðslausnum. Hún vinnur með Charles Koch-stofnuninni sem er kennd við bandarískan milljarðamæring sem hefur meðal annars fjármagnað afneitun á loftslagsvísindum um árabil. Martin Kulldorff, prófessor í læknavísindum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, Sunetra Gupta, farsóttarfræðingur með sérþekkingu á ónæmi og bóluefnaþróun og prófessor við Oxford-háskóla, og Jay Bhattacharya, farsóttafræðingur, heilsuhagfræðingur og prófessor við Stanford-háskóla, eru titlaðir höfundar yfirlýsingarinnar. Nokkrir íslenskir áhrifamenn lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna, þar á meðal Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, Heiðar Guðjónson, forstjóri Sýnar, Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins ehf, og Védís Hervör Árnadóttir, miðlunarstjóri Samtaka atvinnulífsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, var einnig á lista yfirlýsingarinnar en hann sagði RÚV að hann hefði ekki skrifað undir sjálfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir ásakanir Hauks alvarlegar og útilokar ekki að hann verði dreginn fyrir dóm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafi sett fram alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrirtækinu. 9. október 2020 22:34 Nöfn þekktra Íslendinga á lista yfir þá sem mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum Íslenskir læknar, áhrifafólk í atvinnulífinu og stjórnmálamenn eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir Great Barrington yfirlýsinguna. 8. október 2020 18:09 Þríeykið: Heilbrigðiskerfið myndi aldrei standast álagið ef sóttvarnir væru í lágmarki Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. 15. október 2020 07:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Segir ásakanir Hauks alvarlegar og útilokar ekki að hann verði dreginn fyrir dóm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafi sett fram alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrirtækinu. 9. október 2020 22:34
Nöfn þekktra Íslendinga á lista yfir þá sem mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum Íslenskir læknar, áhrifafólk í atvinnulífinu og stjórnmálamenn eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir Great Barrington yfirlýsinguna. 8. október 2020 18:09
Þríeykið: Heilbrigðiskerfið myndi aldrei standast álagið ef sóttvarnir væru í lágmarki Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. 15. október 2020 07:28