Slökkva á hljóðnemum Trumps og Bidens í kappræðunum á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 07:48 Trump og Biden sjást hér í kappræðunum í lok september. Epa/Jim Lo Scalzo Kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden keppinautar hans í forsetakosningunum fara fram á fimmtudaginn kemur. Þær verða með öðru sniði en fyrri kappræðurnar í síðasta mánuði. Þá eyddu frambjóðendurnir, og þá sérstaklega Trump, miklu púðri í að grípa fram í fyrir hvorum öðrum þannig á stundum heyrðust ekki orðaskil. Úr þessu verður nú bætt þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að slökkva á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki er með orðið. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Ósáttur við að ekki eigi að ræða utanríkismál Tvær vikur er nú til kosninga og eru kappræðurnar þær síðustu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast. Forsetinn hefur tjáð sig um það að slökkt verði á hljóðnemunum á fimmtudag. Hann segist ætla að taka þátt, þótt honum hugnist ekki nýju reglurnar, enda séu þær afar ósanngjarnar. Þá hefur kosningateymi Trump einnig gagnrýnt að ekki eigi að ræða utanríkismál í kappræðunum. Það hjálpi Biden að ræða það ekki. Teymi Bidens skaut til baka og sagði Trump vera að reyna að koma sér undan því að svara spurningum um viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden keppinautar hans í forsetakosningunum fara fram á fimmtudaginn kemur. Þær verða með öðru sniði en fyrri kappræðurnar í síðasta mánuði. Þá eyddu frambjóðendurnir, og þá sérstaklega Trump, miklu púðri í að grípa fram í fyrir hvorum öðrum þannig á stundum heyrðust ekki orðaskil. Úr þessu verður nú bætt þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að slökkva á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki er með orðið. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Ósáttur við að ekki eigi að ræða utanríkismál Tvær vikur er nú til kosninga og eru kappræðurnar þær síðustu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast. Forsetinn hefur tjáð sig um það að slökkt verði á hljóðnemunum á fimmtudag. Hann segist ætla að taka þátt, þótt honum hugnist ekki nýju reglurnar, enda séu þær afar ósanngjarnar. Þá hefur kosningateymi Trump einnig gagnrýnt að ekki eigi að ræða utanríkismál í kappræðunum. Það hjálpi Biden að ræða það ekki. Teymi Bidens skaut til baka og sagði Trump vera að reyna að koma sér undan því að svara spurningum um viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira