Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 06:57 Undanfarnar vikur hefur kórónuveiran verið í mestri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin fyrr í mánuðinum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem það mynduðust langar raðir fólks sem var að mæta í sýnatöku. Vísir/Vilhelm Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira