Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 06:57 Undanfarnar vikur hefur kórónuveiran verið í mestri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin fyrr í mánuðinum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem það mynduðust langar raðir fólks sem var að mæta í sýnatöku. Vísir/Vilhelm Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira