Hátt í þrjú hundruð börn í leyfi vegna Covid: „Við viljum fá þau sem fyrst í skólann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2020 19:00 Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira