Tom Brady og félagar rassskelltu Aaron Rodgers í uppgjöri risanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 15:01 Tom Brady þakkar Aaron Rodgers fyrir leikinn eftir stórsigur Tampa Bay Buccaneers liðsins á liði Green Bay Packers. AP/Mark LoMoglio Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10 NFL Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
NFL Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira