Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 13:01 Mennirnir voru handteknir á Akureyri. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira