„Erfitt að geta ekki sýnt þetta mannlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45