Kona á níræðisaldri lést eftir að hafa smitast í tvígang Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 12:25 Greining á veirunni sýndi að um mismunandi afbrigði var að ræða í seinna skiptið. Getty/Carlos Mir 89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna