Um mannanöfn – heimsókn til Rosss Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 17. október 2020 20:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun