„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 13:26 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira