Telur þingsályktun um Reykjavíkurflugvöll „veikburða og asnalega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2020 12:31 „Undirritaður er þingmaður Suðurkjördæmis, íbúi í 101 Reykjavík, flugmaður og andstæðingur sýndarstjórnmála,“ skrifar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, undir færslu sína sem hann birti á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira