Átta milljónir kórónuveirusmita í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 07:52 Faraldurinn er í töluverðum vexti vestanhafs um þessar mundir og hefur metfjöldi tilfella verið staðfestur í mörgum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Vísir/Getty Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01