Býst við að harðra aðgerða verði þörf þar til bóluefni kemur fram Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 18:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, undirbýr jarðveginn fyrir að grípa gæti þurft oftar til harðra aðgerða jafnvel eftir að núverandi bylgja faraldursins gengur niður í minnisblaði sínu til ráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53