Harris hættir við kosningafundi vegna kórónuveirusmits Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 20:12 Harris situr í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar nú um hæstaréttardómaraefni Trump forseta. Hún og fleiri þingmanna hafa tekið þátt í nefndarstarfinu með fjarfundarbúnaði vegna faraldursins. Vísir/EPA Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag. Innan við þrjár vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og var dagskrá Harris þétt næstu dagana. Hún átti að koma fram í Norður-Karólínu þar sem litlu munar í skoðanakönnunum á fylgi Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda demórkrata, í dag. Framboð Biden tilkynnti í dag að öll ferðaáform Harris hefðu verið slegin út af borðinu til og með sunnudeginum vegna þess að Liz Allen, samskiptastjóri hennar, greindist smituð af veirunni í gær. Auk Allen greindist flugliði sem flaug með Harris á kosningafund í Arizona í síðustu viku smitaður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harris er ekki sögð hafa verið nálægt þeim smituðu síðustu tvo dagana fyrir greininguna. Hún hafi verið með grímu í flugvélinni og bæði Allen og flugliðinni greindust neikvæð fyrir veirunni fyrir og eftir flugferðina. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sterkan svip á kosningabaráttuna í ár enda eru nú á þriðja hundrað þúsund manns látnir vegna hans í Bandaríkjunum. Trump forseti greindist sjálfur smitaður af veirunni fyrr í þessum mánuði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag. Innan við þrjár vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og var dagskrá Harris þétt næstu dagana. Hún átti að koma fram í Norður-Karólínu þar sem litlu munar í skoðanakönnunum á fylgi Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda demórkrata, í dag. Framboð Biden tilkynnti í dag að öll ferðaáform Harris hefðu verið slegin út af borðinu til og með sunnudeginum vegna þess að Liz Allen, samskiptastjóri hennar, greindist smituð af veirunni í gær. Auk Allen greindist flugliði sem flaug með Harris á kosningafund í Arizona í síðustu viku smitaður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harris er ekki sögð hafa verið nálægt þeim smituðu síðustu tvo dagana fyrir greininguna. Hún hafi verið með grímu í flugvélinni og bæði Allen og flugliðinni greindust neikvæð fyrir veirunni fyrir og eftir flugferðina. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sterkan svip á kosningabaráttuna í ár enda eru nú á þriðja hundrað þúsund manns látnir vegna hans í Bandaríkjunum. Trump forseti greindist sjálfur smitaður af veirunni fyrr í þessum mánuði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43