Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2020 15:03 Víðir Reynisson og Þorgrímur Þráinsson bregða á leik í glímu í æfingabúðum karlalandsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018. Víðir hefur starfað mikið fyrir KSÍ undanfarin ár og verið öryggisfulltrúi á ferðalögum landsliðins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32