Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2020 15:03 Víðir Reynisson og Þorgrímur Þráinsson bregða á leik í glímu í æfingabúðum karlalandsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018. Víðir hefur starfað mikið fyrir KSÍ undanfarin ár og verið öryggisfulltrúi á ferðalögum landsliðins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa gert mistök með því að leyfa þjálfurum karlalandsliðsins í knattspyrnu að vera í glerbúri á þaki Laugardalsvallar í gær en þeir áttu að vera í sóttkví. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundinum í dag að hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví sólarhring fyrir leik. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið“ Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Hann var að loknum fundinum í dag spurður nánar út í undanþáguna sem KSÍ fékk vegna landsleiksins gegn Belgíu í gær. „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Strákarnir fögnuðu marki Birkis Más Sævarssonar gegn Belgíu í gærkvöldi vel.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Miklar tilfinningar og fyrst og fremst vonbrigði Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var vakin athygli á því að starfsmenn landsliðsins hefðu hlaupið inn á völlinn og faðmað leikmenn landsliðsins. Meðal annars Þorgrímur Þráinsson sem síðar greindist smitaður með Covid-19. „Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði. Það er verið að veita undanþágur og liðka til um að ákveðnir hluti séu framkvæmdir með ákveðnum hætti. Það er í reglum KSÍ að leikmenn eigi ekki að vera að fagna mörkum og annað slíkt. Við vitum að þegar tilfinningarnar eru miklar þá gleyma menn sér. Það á örugglega við í þessu tilfelli. Það breytir ekki því að þetta eru vonbrigði að þegar verið er að veita sérstakar undanþágur, sem margir fá ekki tækifæri til, að sjá þetta. Það voru bara vonbrigði.“ Karlalandsliðið í handbolta á framundan leiki gegn Litháen og Ísrael í undankeppni HM í handbolta í nóvember. Aðspurður segir Víðir ómögulegt að segja hvort Handknattleikssambandið fái undanþágu eins og Knattspyrnusambandið hafi fengið. „Eins og ég sagði þá mun ég ekki taka þátt í frekari vinnu með þessi íþróttamál.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent