Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 12:35 Alþjóðlega geimstöðin. Vísir/Roscosmos Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020 Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020
Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira