Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 15. október 2020 12:29 Alma Möller, landlæknir, hvetur heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 307 eru nú skráðir í baksvarðasveitina en í vetur voru um þúsund manns skráðir. „Við myndum alveg vilja sjá fleiri skráningar í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Þar eru nú 307 og ég hvet heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig; þá sem eru hættir störfum og treysta sér í vinnu, þá sem starfa við annað og þá sem starfa í einkarekinni þjónustu,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hægt væri að velja um að sinna ýmsum störfum, til dæmis sjúklingum með Covid-19, símsvörun, fjarþjónustu og smitrakningu. Þá minnti hún einnig á bakvarðasveit velferðarþjónustu. Hefur trú á að það verði hægt að manna gjörgæsluna Aðspurð á fundinum hversu marga þyrfti til í bakvarðasveitina að hennar mati, til dæmis svo hægt væri að tryggja þjónustu á gjörgæsludeild Landspítalans, sagði Alma að ekki væri búið að reikna út hversu marga þyrfti til viðbótar í sveitina. „Við vorum auðvitað með um þúsund manns í vetur og það voru kannski um fimmtán prósent þeirra sem voru kallaðir til. Þannig að þetta er nú ekkert mjög stór hópur en af því að þú nefnir gjörgæslurnar þá er hægt að færa til fólk, eins og þeir sem vinna á skurðstofum, svæfinga- og gjörgæslulæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar, þeir geta farið og unnið á gjörgæslu og svo eigum við líka marga sem eru í einkageiranum sem geta líka farið þangað. Þannig að ég hef trú á að það verði hægt að manna gjörgæslurnar,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 307 eru nú skráðir í baksvarðasveitina en í vetur voru um þúsund manns skráðir. „Við myndum alveg vilja sjá fleiri skráningar í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Þar eru nú 307 og ég hvet heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig; þá sem eru hættir störfum og treysta sér í vinnu, þá sem starfa við annað og þá sem starfa í einkarekinni þjónustu,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hægt væri að velja um að sinna ýmsum störfum, til dæmis sjúklingum með Covid-19, símsvörun, fjarþjónustu og smitrakningu. Þá minnti hún einnig á bakvarðasveit velferðarþjónustu. Hefur trú á að það verði hægt að manna gjörgæsluna Aðspurð á fundinum hversu marga þyrfti til í bakvarðasveitina að hennar mati, til dæmis svo hægt væri að tryggja þjónustu á gjörgæsludeild Landspítalans, sagði Alma að ekki væri búið að reikna út hversu marga þyrfti til viðbótar í sveitina. „Við vorum auðvitað með um þúsund manns í vetur og það voru kannski um fimmtán prósent þeirra sem voru kallaðir til. Þannig að þetta er nú ekkert mjög stór hópur en af því að þú nefnir gjörgæslurnar þá er hægt að færa til fólk, eins og þeir sem vinna á skurðstofum, svæfinga- og gjörgæslulæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar, þeir geta farið og unnið á gjörgæslu og svo eigum við líka marga sem eru í einkageiranum sem geta líka farið þangað. Þannig að ég hef trú á að það verði hægt að manna gjörgæslurnar,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira