Biden og Trump keppa um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 08:47 Donald Trump og Joe Biden munu koma fram á tveimur mismunandi fundum með kjósendum, á sama tíma, í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30