Handbolti

Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti fínan leik að venju í liði Barcelona.
Aron átti fínan leik að venju í liði Barcelona. Barcelona

Barcelona vann enn einn stórsigurinn er liðið lagði Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Fór það svo að Börsungar unnu með 18 marka mun, 45-27.

Það verður seint sagt að gestirnir hafi veitt mikla mótspyrnu. Eftir að jafna metin í 1-1 þá komst Barcelona í 8-1 áður en Zagreb kom knettinum aftur í netið. Engin endurkoma var í kortunum og þegar Aron komst á blað í kvöld var hann að koma Börsungum fjórtán mörkum yfir, staðan þá 19-5.

Gestirnir náðu eilítið að klóra í bakkann fyrir hálfleik og voru „aðeins“ ellefu mörkum undir, 24-13. Aron og félagar héldu áfram í síðari hálfleik og fór munurinn aldrei undir tíu mörk. Á endanum var hann svo 18 mörk en Börsungar skoruðu 45 mörk gegn 27 hjá Zagreb.

Aron skoraði fimm mörk fyrir Barcelona í kvöld. Eru Börsungar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í B-riðli Meistaradeildar Evrópu líkt og Veszprém og Álaborg.


Tengdar fréttir

Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×