Borgarstjóri segir af sér í skugga óviðeigandi sambands og morðhótana Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 14:31 Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage, hann lætur af störfum í næstu viku. AP/Bill Roth Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi. Bandaríkin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi.
Bandaríkin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira