Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 09:30 Soyuz-2.1a eldflaug bar Soyuz MS-17 geimfarið á braut um jörðu. AP/Roscosmos Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA.
Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira