Biden sagði Trump fórna eldri borgurum í baráttunni við kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 06:51 Biden á kosningafundinum með eldri borgurum í Flórída í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira