Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 23:36 Norska þinghúsið í Osló. Tölvuþrjótar komust í tölvupósta þingmanna og starfsmanna þingsins en ekki hefur verið gefið upp hversu miklu magni gagna var stolið í innbrotinu. Vísir/EPA Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. Árásin var gerð 24. ágúst og var tölvupóstum þingmanna og starfsmanna þingsins stolið. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í dag að ríkisstjórnin hefði upplýsingar undir höndum sem vísuðu á Rússa en að rannsókn stæði enn yfir. Innbrotið í tölvukerfi þingsins hefur verið sett í samhengi við deilur norskra og rússneskra stjórnvalda um meintan rússneskan njósnara sem Norðmenn vísuðu úr landi fyrr í ágústmánuði. Rússneska sendiráðið í Osló brást við ásökunum í yfirlýsingu sem það birti á Facebook-síðu sinni í dag. Sagði það ásakanirnar „óásættanlegar“ og „alvarlega og vísvitandi ögrun“. Sakaði það jafnframt norsk stjórnvöld um að hafa hafnað viðræðum um tölvuglæpi, að því er kemur fram í frétt rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS. Fyrr á þessu ári varaði norska herleyniþjónustan við því að stjórnvöld í Kreml reyndu að ala á sundrung með áróðursherferðum sem væri ætlað að veikja traust almennings á stjórnvöldum, kosningum og fjölmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuþrjótar á vegum rússneskra stjórnvalda brutust inn í tölvupósta stjórnmálamanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og láku til fjölmiðla fyrir forsetakosningarnar þar árið 2016. Þá háðu útsendarar Rússlands upplýsingahernað á samfélagsmiðlum sem bandarísk yfirvöld telja að hafi átt að sundra bandarísku þjóðinni. Rússland Noregur Tölvuárásir Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu. Árásin var gerð 24. ágúst og var tölvupóstum þingmanna og starfsmanna þingsins stolið. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í dag að ríkisstjórnin hefði upplýsingar undir höndum sem vísuðu á Rússa en að rannsókn stæði enn yfir. Innbrotið í tölvukerfi þingsins hefur verið sett í samhengi við deilur norskra og rússneskra stjórnvalda um meintan rússneskan njósnara sem Norðmenn vísuðu úr landi fyrr í ágústmánuði. Rússneska sendiráðið í Osló brást við ásökunum í yfirlýsingu sem það birti á Facebook-síðu sinni í dag. Sagði það ásakanirnar „óásættanlegar“ og „alvarlega og vísvitandi ögrun“. Sakaði það jafnframt norsk stjórnvöld um að hafa hafnað viðræðum um tölvuglæpi, að því er kemur fram í frétt rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS. Fyrr á þessu ári varaði norska herleyniþjónustan við því að stjórnvöld í Kreml reyndu að ala á sundrung með áróðursherferðum sem væri ætlað að veikja traust almennings á stjórnvöldum, kosningum og fjölmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuþrjótar á vegum rússneskra stjórnvalda brutust inn í tölvupósta stjórnmálamanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og láku til fjölmiðla fyrir forsetakosningarnar þar árið 2016. Þá háðu útsendarar Rússlands upplýsingahernað á samfélagsmiðlum sem bandarísk yfirvöld telja að hafi átt að sundra bandarísku þjóðinni.
Rússland Noregur Tölvuárásir Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira